Jólafundur Fjölnis var sannkallaður gleðigjafi fyrir þá bræður sem höfðu tök á því að koma og kveikja á jólaljósinu í hjarta sér. Um þetta má lesa í fréttinni hér á vefnum.
Og ekki var bræðramáltíðin síðri. Hefðbundið hangikjöt á borðum ásamt malt og appelsín. Allt samkvæmt hefðinni. En svo kom að því að Stm. vor dró upp úr hatti sínum hvern atburðinn á fætur öðrum, sem ekki flokkast undir hefð. Hann kynnti til sögunnar sjö af níu siðameisturum stúkunnar okkar sem stóðu upp og var það harla fríður flokkur. Frá stofnun stúkunnar hafa þeir verið níu og þjónuðu í þessari röð:
- Haukur Bjarnason h. t. au. ei.
- Gísli Benediktsson h. t. au. ei.
- Kristján S. Sigmundsson
- Stefán S. Konrásson
- Örn Þór Arnarson
- Magnús Viðar Sigurðsson
- Guðlaugur Guðlaugsson
- Örn Sveinsson
- Hörður Lárusson
Svo heppilega vildi til, að það tókst að festa þessa snillinga á mynd eins og sjá má hér að neðan.

Allir núlifandi Smm. Fjölnis frá stofnun Stúkunnar.
F.v. Örn Sveinsson, Magnús Viðar Sigurðsson, Stefán Snær Konráðsson, Kristján S. Sigmundsson, Örn Þór Arnarson, Guðlaugur Guðlaugsson og Hörður Lárusson
En þar með var þessum óvæntu atburðum ekki lokið, því nú tilkynnti Stm. að á fundinum væru einnig fjórir Stm. Fjölnis. Núverandi og fyrrverandi. Þeir höfðu allir mætt á fundinn án sérstaks undirbúnings og sýndu með því virðingu og umhyggju fyrir stúkunni sem þeir höfðu allir tekið þátt í að móta og þróa. Hver með sínum hætti.
Þeir bræður sem þjónað hafa sem Stm. Fjölnis frá upphafi eru eftirfarandi:
- Valur Valsson
- Guðni Jónsson h. t. au. ei.
- Þorsteinn Sv. Stefánsson
- Kristján S. Sigmundsson
- Guðmundur Kr. Tómasson
- Stefán S. Konrásson
- Leópold Sveinsson
Þessar óvæntu og mjög svo gleðilegu uppákomur krydduðu enn frekar jólafundinn okkar og ekki ólíklegt að allir sem þarna voru, muni minnast þessa fundar með alveg sérstökum hætti.