Sálumessa Gabriel Fauré

Sálumessa er gamal­kunnugt fyrirbæri úr kaþólsku allt frá 14. öld og reis líklega hæst í Evrópu á þeirri átjándu og nítjándu. Hún var sungin til að heiðra minningu ástvinar og stytta dvöl hans í hreins­un­ar­eldinum. Sálumessa tengist eðlilega fyrst og fremst tónlist, trúar­brögðum og kirkjulist.

Ein slík var sálumessa Gabriel Fauré sem hann samdi á árunum 1887 til 1890. Af hvaða ástæðu Fauré samdi verkið, er óljóst, en virðist ekki hafa haft neitt með dauða foreldra hans að gera um mitt árið 1880. Hann samdi sálumessuna seint það ár og endur­skoðaði hana á 1890 áratugnum og lauk verkinu árið 1900.

Fauré skrifaði um verkið, „Allt sem tókst að skemmta mér með trúar­legri blekkingu, setti ég inn í sálumessuna mína, sem að auki einkennist frá upphafi til enda af mjög mannlegri tilfinningu um trú á eilífa hvíld.“

En þessi sálumessa er mikið galdraverk á allan hátt. Flutn­ing­urinn tekur um 45 mínútur og er hverrar mínútu virði.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?