Starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 13. janúar 2021 Sjá nánar.

Salómon konungur

Hver var hann?

Salómon konungur gyðinga er talinn hafa ríkt í Ísrael á árunum 970 til 930 fyrir Krist. Um hann sjálfan, ævi hans og afrek má finna frásagnir í ýmsum bókum biblí­unnar, s.s. Konunga­bókunum, Króníku­bókunum og Samúels­bókunum. Að auki eru Orðskvið­irnir, Ljóðaljóðin og eitt af Apókrýfu ritunum, Speki Salómons, við hann kennt. Hann var sagður bæði gríðarlega auðugur og einnig vitur svo af bar.

Saga Salómons konungs, sem rakin er í biblíu­textunum, gefur til kynna margbrotinn mann sem var í senn guðhræddur og óhlýðinn boðum Guðs og klókur í sínum dómum um framferði annarra, en mjög óskyn­samur um margt í sínu eigin lífi.

Fornir byggingamenn, steinsmiðir og múrarar, og frímúrarar allra tíma hafa lengi horft til sögunnar af því hvernig hann lét reisa fyrsta musterið í Jerúsalem, sem varð fyrirmynd fjölda helgra bygginga um heim allan. Í erindinu verður reynt að varpa ljósi á ýmsar aðgengi­legar heimildir og arfsagnir um þennan fornsögulega konung.

Til að tryggja öryggi okkar allra sem best, verður að sjálf­sögðu öllum reglum fylgt hvað varðar sóttvarnir. Eins metra reglan í gildi og andlits­grímu­notkun. Grímurnar eru til á staðnum.

Bókaverð­irnir Ljósatröð.

Aðrar fréttir

Um vonina
Að leggja við hlustir
Falleg saga
Af ferðalögum

Innskráning

Hver er mín R.kt.?