Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 19. október Sjá nánar.

Römm er sú taug . . .

. . . er rekka dregur föðurtúna til

Fyrsti fundur Fjölnis á nýju starfsári – 29. september 2020. Að venju verður um fjárhagsfund að ræða og það verður rafræn skráning á fundinn.

Höfum eftir­farandi í huga bræður mínir.

Það hafa skipst á skin og skúrir í gegnum tíðina í starfi Frímúr­ar­a­reglna víða um heim og bræður hafa átt undir högg að sækja þegar verst lét. Fundir voru haldnir með vitund fárra og bræður slógu skjaldborg um leynd­ardóma Reglunnar eftir bestu getu. En hægt og sígandi breyttust viðhorfin varðandi Frímúr­ar­a­regluna, og starfið varð opinskárra og auðveldara og sífellt fleiri leituðu til hinna helgu véa.

En fáfræði og grimmd lætur ekki að sér hæða. Það var sannreynt á síðustu öld þegar nasistar bönnuðu starfsemi Reglunnar og saurguðu húsakynni hennar víða um lönd. En enn og aftur hafði Reglan sigur og starfar með eðlilegum hætti í dag.

En nú er sótt að Reglunni úr annarri átt. Og nú er það veira sem engu eirir og veldur miklum skaða um allan heim. Íslenska Frímúr­a­reglan hefur eftir bestu getu aðlagað sig að þessum aðstæðum eins og bræður hafa orðið varir við.

Og nú reynir á að sú ramma taug sem tengir okkur bræðurna alla saman, þoli það álag sem þessar aðstæður skapa. Sem aldrei fyrr þurfum við að styrkja tengsl okkar. Stunda starfið og mæta reglulega á fundi þegar því verður við komið og tryggja eftir bestu getu að allir bræður, ungir sem aldnir, vinni saman að því að allir bræður hafi aðgang að stúku­starfinu, ekki síst með því að virða fjarlægð­armörk og aðrar settar umgengn­is­reglur. Við þurfum líka að sýna skilning gagnvart því að bræður í áhættuhópi axla ábyrgð á eigin heilsu og taka þá ákvörðun að halda sig fjarri manna­mótum.

Og þetta minnir okkur á fyrsta fund okkar Fjöln­is­bræðra 29. september n. k. Við vonum að sjálf­sögðu að það gangi eftir, þó ekki sé á vísan að róa miðað við núverandi aðstæður. Hámark­s­jöldi brr. á fundinum verður 60 og það er rafræn skráning. Hægt er að skrá sig með því að smella HÉR

Því miður verður ekki sungið eftir bræðra­mál­tíðina í þetta sinn. En þá er við hæfi að að hlusta á stúku­lagið okkar og taka hraustlega undir hver með sínu nefi.

Með bræðra- og baráttu­kveðjum.

Vefnefnd Fjölnis

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?