Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Rafræn skráning á H&V fund Iðunnar er hafin

23. október 2021

Laugardinn 23. október næstkomandi höldum við Hátíðar- og veislu­stúku, í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.

Eins og við vitum allir og marg oft komið fram hafa fundir legið niðri vegna COVID faraldurs, því verður engu til sparað að þessu sinni. Ræðumeistari okkar mun flytja okkur erindi og söngstjóri stúkunnar mun sjá um hugljúfa tónlist.

Bróður­mál­tíðin verður í föstu formi, nautakjöt með bearnaise sósu, grænmeti og rótarávöxtum.
Eftir­réttur að hætti súkkulaði- sætabrauðs­meistara.
Verð fyrir bróður­mál­tíðina er 3.700 krónur.

Kæru bræður – væntum þess að sjá sem flesta og hlökkum til ánægju­legra samfunda.

Rafræn skráning er hafin á fundinn og má opna hana með því að smella hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?