Páska­hug­vekja 2021

Sr. Magnús Björn Björnsson St. Jóh. Fjölni

Í lýsingu Jóhannesar guðspjalla­manns á því sem gerðist að morgni hins fyrsta páskadags segir: „ Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafar­innar svo snemma að enn var myrkur og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins sem Jesús elskaði og segir við þá: „Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni og við vitum ekki hvar þeir hafa lagt hann.“ (Jóh.20:1,2)
Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn og þeir komu til grafar­innar.”

Símon Pétur fór inn í gröfina og fann línblæj­urnar og sveita­dúkinn sem líkami Jesú hafði verið vafinn í er hann var tekinn ofan af krossinum. Þeir skildu ekki hvað hafði gerst. Símon Pétur var niður­brotinn maður, þvi hann hafði afneitað meist­aranum í garði æðsta prestsins af ótta. Því hafði Kristur spáð: „Áður en haninn galar tvisvar muntu hafa afneitað mér þrisvar.” En Kristur upprisinn og lifandi gaf Símoni Pétri tækifæri til að tjá honum ást og hollustu er hann spurði hann þrisvar: „Elskar þú mig?” Þannig reisti meist­arinn fallinn mann við og gaf honum nýtt tækifæri. 

Kristin trú er trú nýrra tækifæra og nýs upphafs fyrir hvern og einn sem trúir. Upprisan segir okkur einnig, að allt sem var ófull­komið, brotið og komið á leiðarenda, getur orðið nýtt og heilt og eignast nýtt upphaf. Þannig er fyrir­gefn­ingin. Hún gefur hverju manns­barni, sem kemur til Krists með breisk­leika sinn, synd og fall, fyrirheit um fyrir­gefningu og nýja byrjun. Hugsið ykkur hvað það er stórkostlegt að eiga fyrirheit um nýtt upphaf, þegar við höfum klúðrað hlutum. Og það er satt. Upprisan er undir­staða fyrir nýtt upphaf með Kristi. Án upprisunnar engin fyrir­gefning, án upprisunnar ekkert nýtt upphaf. Upprisan staðfestir sigurinn yfir syndinni. Tóma gröfin staðfestir sigurinn yfir dauðanum. Og allt tilheyrir okkur, því við erum Krists og Kristur Guðs. Þess vegna eru páskarnir mikil­vægasta hátíð kristn­innar. Gleðilega páska!

Sr. Magnús Björn Björnsson St. Jóh. Fjölni

Grafarkirkjan í Jerúsalem. Mynd: Magnús Björn Björnsson.

Eldra efni

Golfmót Fjölnis 2022
Því er lokið
Líður að lokum
Vorferð Fjölnis

Innskráning

Hver er mín R.kt.?