Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Páska­fundur hjá Hamars­bræðrum 16. apríl nk.

Haldinn á þriðjudegi í dymbilviku

Það er gömul og góð hefð hjá okkur Hamars­bræðrum að halda sérstakan Páskafund á þriðjudegi í dymbilviku og verður svo enn n.k. þriðjudag 16. apríl.

Hæstuppl. Br. R&K r.k. Sigurgeir heitinn Guðmundsson fyrrverandi Stm. stúkunnar kom þessum ágæta sið á árið 1976.  Píslasagan er flutt á mjög sérstakan hátt og bróðir Jakob Kristjánsson Rm stúkunnar flytur okkur páska­hug­vekju.  Bróðir Guðjón Halldór Óskarsson flytur okkur tónlist af sinni alkunnu snilld og kokkarnir í Lauga-ási galdra fram gómsætt páskalamb á bróður­borðið.

Boðskapur páskanna er saga mikilla átaka. Annar­s­vegar hinn mesti harmleikur og hinsvegar hinn dýrðlegasti sigur, sigur lífsins yfir dauðanum.  Við fögnum upprisu Jesú frá dauða. Þess vegna eru páskarnir gleði- og sigur­hátíð í hugum kristinna manna og er elsta hátíð kristn­innar. Hátíð hátíðanna.

Það er von okkar að sem flestir bræður sjái sér fært að koma og njóta samveru og bræðralags á þessum einstaka Páska­fundi.

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?