Opið hús í Reykja­nesbæ

Laugar­daginn 7. september á Ljósanótt

Opið hús í Reykja­nesbæ á Ljósanótt 2019.

Laugar­daginn 7. september sl. á Ljósanótt í Reykja­nesbæ var opið hús hjá St. Jóh. St. Sindra, milli kl. 10:00 til kl. 14:00.

Talsverður undir­bún­ingur var að opnun hússins og vor m.a. sýndar myndir og texti sem sögðu frá sögu Sindra frá stofnun og margt fleira. opið á minjasafn og stúku­salur opnaður. Hlaðborð með kræsingum var sett upp og bökuðu systur vöfflur, pönnu­kökur einnig voru kleinur og vínar­brauð á boðstólum.Ekki voru veður­guð­irnir blíðlegir á þessum degi en mikið úrfelli var.

Ekki létu þó gestir veðrið stöðva sig og ánægja var með góða aðsókn. Talið er að um 400 gestir hafi heimsótt stúku­húsið, borðað 600 vöfflur með rjóma, 150 pönnu­kökur og tugi af vínar­brauðum og kleinum. Almenn ánægja var á meðal gesta með þennan viðburð og jákvæð umræða um frímúrara og mál allra að vel hafi tekist til og verið stúkunni til sóma.

Er öllum þeim bræðrum og systrum sem komu undir­búningi og unnu að þessum viðburði færðar brl. og bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?