Opið hús hjá Mælifelli

Opið hús var hjá Mælifelli 20.mars s.l.

St. Jóh.stúkan Mælifell var með opið hús í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar 20.mars s.l. í stúku­húsinu á Sauðár­króki. Yfir 100 manns komu og kynntu sér regluna. Boðið var upp á veglegt kaffi­hlaðborð og einnig voru bræður með tónlistar­flutning. Þá var flutt erindi um regluna og starfið í Mælifelli sem hægt er að rekja aftur til ársins 1967. Þá voru einnig ýmsir munir reglunnar til sýnis. Þá var búið að setja upp plaköt um starf reglunnar á Íslandi undan­farin 100 ár.

Bræður fylgdu einnig gestum um salarkynni reglunnar.

Þessi viðburður tókst mjög vel í alla staði

Hluti gesta á opnu húsi Mælifellsbræðra 20.mars 2019

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?