Opið hús hjá Hamri og Nirði í Frímúr­ara­húsinu við Ljósatröð

Föstu­daginn 26. apríl kl. 17 til 21

Stúkurnar Hamar og Njörður í Hafnar­firði verða með opið hús í Ljósatröð föstu­daginn 26. apríl kl. 17 til 21 í tengslum við Bjarta daga.

Bæklingur frá Reglunni liggur frammi og veggspjöld lýsa sögunni.

Kl. 18 skemmta Grétar Örvarsson og Grímur Sigurðsson með léttri tónlist. Kl. 20 syngur karla­kórinn Þrestir. Boðið er upp á kaffi­veit­ingar og skjámynda­sýning verður í gangi.

Allir geta þá lagt leið sína í Frímúr­ara­húsið, hitt meðlimi Frímúr­ar­a­regl­unnar og fræðst um tilgang og starfsemi hennar hér á landi.

Stúkuheimlið Ljósatröð, Hafnarfirði

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?