Opið hús hjá Draupni á Húsavík 5 maí 2019

40 gestir, aðrir en bræðurnir, skráðu sig í gesta­bókina

Um 10 Draupn­is­bræður tóku á móti gestum og gangandi á Opið hús hjá fræðslu­stúkunni Sunnu­daginn 5 maí frá kl. 14.00 til 16.00 i tilefni af aldarafmæli Frímúr­ara­starfs á Íslandi á þessu ári. 40 gestir, aðrir en bræðurnir, skráðu sig í gesta­bókina.

Gestirnir fræddust um sögu Reglunnar af söguspjöldunum og  nutu veitinga  í boði bræðranna sem  voru þeim til halds og trausts og svöruðu  spurn­ingnum.  Á einu söguspjaldinu var saga  Jóhann­es­ar­fræðslu­stúk­unnar Draupnis gerð  skil í máli og myndum.

Góður rómur var gerður að þessum viðburði sem var auglýstur í Skránni sem kemur út vikulega og á samskiptamiðlum.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?