Nýtt raf-píanó til að nota í Jóhann­es­ar­salnum

Kostnaði skipt milli Frímúr­arakórsins og bræðra úr stúkunni Glitni

Síðast­liðið haust kom upp sú hugmynd að Frímúr­arakórinn og velunnarar myndu safna fyrir raf-píanói til að nota í Jóhann­es­ar­salnum okkar við Bríet­artún í Reykjavík.

Ástæð­urnar eru margar:

a) Tónlistar­fundum hjá stúkum er að fjölga.
b) Oft þarf aukapíanó þegar að H&V stúkufundir eru í Andrés­ar­stúkunum og jafnframt  upptökufundur á I stigi…. þá dugar ekki einn flygill í matsalinn.

c) Að lokum til að auka fjölbreytnina hjá okkur og gefa píanistum líka möguleika á að spila á fundum. Gamla góða Hammondið okkar stendur fyrir sínu en ekki allir kunna á það.

Frímúr­arakórinn leggur til helming kostnaðar og bræður úr stúkunni Glitni lögðu til það sem upp á vantaði.

Við þökkum br. Þorsteini S. Guðnasyni stm Glitnis og þeim bræðrum sem lögðu þessu lið.

Á myndinni frá vinstri til hægri : Steinþór Steinþórsson,
Björn Óskar Björgvinsson og Andrés Helgason
eigandi Tónastöðvarinnar.
Við píanóið situr Jónas Þórir.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?