Nýtt deili­skipulag bílastæða­lóðar Reglu­heim­il­isins

Bríet­artún 3-5

Á fundi Borgarráðs 13. desember 2018, var samþykkt að Skipu­lags­yf­irvöld í Reykjavík auglýsi til kynningar breytt deili­skipulag vegna Bríet­artúns 3-5. Umrædd lóð er austan við hús Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi. Í breyt­ingunni felst að stækka bygging­arreit til norðausturs og auka nýting­ar­hlutfall þannig að heimilaðar verði þrjár hæðir með inndreginni þakhæð sem snýr að Bríet­artúni en fimm hæðir að aukinni inndreginni þakhæð á norðaust­ur­hluta lóðar samkvæmt uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 22. ágúst 2018.

Bríetartún 1 — 7

Í skilmálum að breyttu deili­skipulagi segir m.a. ennfremur:

 • Bygging­ar­reitur er stækkaður til norðaustur og heimilt verður að byggja 4 m frá lóðar­mörkum við Bríet­artún 7
 • Nýbygging skal greinilega aðgreind frá Reglu­heimili. Hluti 1 og 2 hæðar skal inndreginn um minnst 6m.
 • Fyrsta og fjórða hæð er snúa að Bríet­artúni skulu vera inndregnar
 • Heimilt verður að byggja 5 hæðir með inndregni þakhæð á norðaust­ur­hluta lóðar.
 • Heimilt verður að lyftu/stiga- og teikn­irými standi 1,5 m upp yfir uppgefinn hæsta hæðarkóta.
 • Þakfletir 2, 3 og 4 hæðar skulu að hluta til nýttir sem þakgarðar. Útfærsla þeim skal vera þannig að notendur byggingar fái notið útiveru og útsýnis frá þeim.
 • Á fyrstu hæð nýbygg­ingar skal vera blönduð starfsemi þjónustu og veitinga, en heimild verður fyrir gistirými er snýr að inngarði
 • Bílastæði verða í kjallara, leyfilegt verður að fara með hann að lóðar­mörkum. Leyfð bílastæði á 1. hæð nýbygg­ingar skv. fyrri skilmálum fellur úr gildi.
 • Bílastæði skulu vera skv. gildandi skilmálum eða eitt stæði fyrir hverja 50m2 nýbygg­ingar. Ef um gisti­starfsemi ræðir skal a.m.k. vera eitt bílastæði fyrir hverja 130m2 nýbygg­ingar
 • Samnýting bílastæða verður með reglu­heimili
 • Innkeyrsla í bílastæða­kjallara skal vera frá Bríet­artúni og ekki verður leyfilegt að hleypa almennri bílaumferð inn á lóð.
 • Kvöð er um gönguleið við lóðarmörk Bríet­artúns 7 (áður Skúlagata). Hluti leiðar verður nýtt fyrir aðkomu slökkviliðs og aðfanga

Áætlað er að nýbygg­ingin muni hýsa atvinnu­starfsemi, s.s. starfsemi hótels og þjónustu tengda því. Byggingin skal greinilega aðgreind frá Reglu­heimili með inndreginni tveggja hæða tengi­byggingu. Á fyrstu hæð, í rýmum sem snúa að götu skal vera starfsemi svo sem þjónustu- og veiting­a­rekstur og mögulegt er að hafa gisti­her­bergi í rýmum sem snúa alfarið að bakgarði. Á hæðunum fyrir ofan verður gistirými hótels. Mögulegt verður að hafa allt að 66 bílastæði í kjallara.

Þessi deili­skipu­lagstillaga fer nú í hefðbundið auglýs­inga­ferli. Ekkert hefur verið ákveðið með framhald málsins, en undir­bún­ings­hóp­urinn undir stjórn FHR mun nú taka málið til frekari úrvinnslu og leggja fram tillögur um framhald málsins verði tillagan samþykkt.

Grein um stækk­unina og teikn­ingar

Í Morgun­blaðinu, þann 28. desember 2018, á blaðsíðu 9 má finna áhuga­verða grein um þessa stækkun, þar sem farið er nánar í þessar tillögur og hvaða breyt­ingar þær munu hafa á ásýnd Bríet­ar­túnsins.

Greinin úr Morgun­blaðinu er nú aðgengileg hér á vefnum.

Einnig má skoða nánari teikn­ingar af fyrir­hugaðri stækkun með því að smella á hlekkina hér að neðan:
BRT_3-5_0402_tillaga-breytt_skipul.skýringar
BRT_3-5_0403_tillaga-breytt_skipul.skýringar
BRT-3-5_Tillaga_br_deili­skipulag191118

Skýringarmynd, horft til norð-austurs úr lofti að Bríetartúni 3-5. (THG Arkitektar)

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?