Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Nýjasta tölublað Frímúr­arans er komið á vefinn

15. árgangur — 1. tölublað

Nýjasta tölublað Frímúr­arans er tileinkað 100 ára frímúr­ara­starfi á Íslandi. Í blaðinu er frásögn og myndir frá hátíð­ar­fundi í Hörpu af þessu tilefni, en sá fundur verður öllum sem hann sóttu eftir­minni­legur. Stórkostleg upplifun fyrir bræður, systur og gesti. Steinar J. Lúðvíksson og Guðmundur Stein­grímsson skrifa um stofnun St. Jóh.stúkunnar Eddu og stikla á stóru í sögu stúkunnar.

Rætt er við Jón Sigurðsson um nýja bók hans um Ludvig Kaaber, Leitandann. Einnig er sagt frá útgáfu nýrrar bókar um sögu Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi sem nefnist Undir stjörnu­himni. Frímúrarar á Íslandi í 100 ár. Loks er fjallað um þriðju bókina sem tengist 100 ára afmælinu, en það er bók Tryggva Pálssonar um afa hans, Ásgeir Ásgeirsson, forseta Íslands og Stórmeistara Reglunnar.

Undir fyrir­sögninni „Ég er frímúrari“ er rætt við Svavar Benediktsson, sjómann og skipstjóra. Skjala­vörður Reglunnar fjallar um Eric Grant ræðismann Breta á Íslandi og Eddubróður. Þá er í blaðinu ýmsar fréttir og frásagnir af starfi Reglunnar, opin hús í tilefni afmælisárs, námskeið fyrir stólmeistara, varameistara og aðstoð­ar­meistara, húsvörslu Reglu­heim­il­isins, Stórhátíð og Reglu­hátíð, heimsóknum háskólanema í Reglu­heimilið.

Smellið hér til að opna rafræna útgáfu af Frímúr­aranum.

Í tengslum við 100 ára afmæli Frímúr­ar­a­regl­unnar verður nú hægt að nálgast Frímúr­arann, Fréttablað Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, á forsíðu vefs Reglunnar. Í vinstra dálki er nú að finna mynd af forsíðu blaðsins. Þegar smellt er á myndina opnast síða þar sem hægt er að skoða nýjasta blaðið. Einnig er hægt að skoða öll önnur fréttablöð sem gefin hafa verið út af Frímúr­ar­a­reglunni.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?