Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Ný vefnefnd St.Jóh. Eddu tekur til starfa

Eiríkur Hreinn Helgason, Stólmeistari St. Jóh. Eddu hefur skipað nýja vefnefnd stúkunnar.   Vefnefndina skipa, Haraldur Eyvinds Þrast­arson, AM. Eddu og mun hann gegna formennsku í nefndinni.  Auk hans eru í nefndinni Jón Andri Sigurð­arson, v.Estv.   og  Pétur Örn Sverrisson v. Ystv.

Vefnefndinni er ætlað það hlutverk að koma á framfæri við bræðurna því efni sem getur átt við hverju sinni, á þeim vefmiðlum sem við megum nota til þess, sbr. grein frá Erindreka Reglunnar (https://frimur­ar­a­reglan.is/frettir/hvad-skal-til-verka-vinna/). Vefurinn verður mikil­vægari miðill með hverjum degi sem líður á meðan við náum ekki að hittast á fundum í Reglu­heim­ilinu.

Þó að þessir 3 bræður séu í forsvari fyrir vefnefndina er ljóst að þeir munu þurfa að  leita aðstoðar út í bræðra­hópinn við að finna efni , s.s. fréttir,  fróðleik, skemmtiefni, upplýs­ingar um merkisat­burði í lífi bræðra og allt það sem átt gæti við inn í bræðra­hópinn.

Það er því von okkar að bræðurnir taki vel í það, þegar leitað verður til þeirra með aðstoð við að finna efni inn á vefinn.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að efni sem þið viljið koma á framfæri getið þið haft samband við einhvern þeirra sem eru í vefnefndinni.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?