Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Ný vefnefnd St.Jóh. Eddu tekur til starfa

Eiríkur Hreinn Helgason, Stólmeistari St. Jóh. Eddu hefur skipað nýja vefnefnd stúkunnar.   Vefnefndina skipa, Haraldur Eyvinds Þrast­arson, AM. Eddu og mun hann gegna formennsku í nefndinni.  Auk hans eru í nefndinni Jón Andri Sigurð­arson, v.Estv.   og  Pétur Örn Sverrisson v. Ystv.

Vefnefndinni er ætlað það hlutverk að koma á framfæri við bræðurna því efni sem getur átt við hverju sinni, á þeim vefmiðlum sem við megum nota til þess, sbr. grein frá Erindreka Reglunnar (https://frimur­ar­a­reglan.is/frettir/hvad-skal-til-verka-vinna/). Vefurinn verður mikil­vægari miðill með hverjum degi sem líður á meðan við náum ekki að hittast á fundum í Reglu­heim­ilinu.

Þó að þessir 3 bræður séu í forsvari fyrir vefnefndina er ljóst að þeir munu þurfa að  leita aðstoðar út í bræðra­hópinn við að finna efni , s.s. fréttir,  fróðleik, skemmtiefni, upplýs­ingar um merkisat­burði í lífi bræðra og allt það sem átt gæti við inn í bræðra­hópinn.

Það er því von okkar að bræðurnir taki vel í það, þegar leitað verður til þeirra með aðstoð við að finna efni inn á vefinn.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir að efni sem þið viljið koma á framfæri getið þið haft samband við einhvern þeirra sem eru í vefnefndinni.

Eldra efni

Svíþjóð
Óvissuferðir
Hlaðvörp Eddu
Eldribræðrakaffi

Innskráning

Hver er mín R.kt.?