Ný heima­síða Frímúr­ar­a­regl­unnar

Fyrri hluti virkj­aður

Í fram­haldi af stefnu­mót­un­ar­vinnu Regl­unnar síðustu misseri var m. a. ráðist í veru­legar breyt­ingar á vef hennar. Hugmyndin að baki þessum breyt­ingum var nútíma­legra útlit og nálgun ásamt því að auðveldara væri fyrir stúkur, söfn og klúbba að koma á fram­færi fréttum eða tilkynn­ingum.

Ákveðið var að skipta vefnum upp í tvo hluta, opinn og lokaðan. Opni hlutinn er nú orðinn virkur og efni sem þar er að finna er öllum opið, hvort sem um er að ræða brr. eða öðrum aðilum sem áhuga hafa á starfi Frímúr­ar­a­regl­unnar. Lokaði hlutinn verður síðan virkj­aður í upphafi næsta starfsárs. Þær breyt­ingar sem þá verða sýni­legar verða kynntar öllum brr. þegar þar að kemur.

Vefurinn er hann­aður á þann veg að hann aðlagar sig að þeim tækjum sem notuð eru til að sækja hann. Þar má nefna borð­tölvur, fartölvur t. d. ipad eða síma.

Það er von okkar sem unnið höfum að þessu verk­efni að ykkur brr. líki þær breyt­ingar sem nú eru öllum sýni­legar.

Ritnefnd vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar

Aðrar fréttir

Fyrsti fundur hjá Fjölni
Fundur á IX stigi
Áskorendamótið