Viðbragðsteymi SMR hefur fundað í dag 07/11/20. Meðal þess sem fram hefur komið í gær og dag frá heilbrigðisyfirvöldum eru þessi orð sóttvarnalæknis: „Það er langt í land og við megum ekkert slaka á, þá fáum við þetta bara aftur í bakið.“
Í ljósi þessara orða m.a. þá tilkynnist hér með að núverandi lokun safna, stöðvun funda og annarra viðburða innan R. sem gefin var út 19. október síðastliðinn og gilti til 10. nóvember, mun gilda áfram um óákveðinn tíma. Ný tilkynning/tilmæli verða send út hér á heimasíðunni, strax og yfirvöld taka ákvarðanir um breytingar til slökunar á sóttvarnarreglum og/eða ef annað tilefni gefst til.
Munum að fara varlega bræður og fylgjumst með tilkynningum og útgefnu efni frá einstökum stúkum hér á heimasíðu R. Hugum að sjúkum og bágstöddum. Hlúum að fjölskyldum okkar, vinum og vandamönnum. Við munum sigrast á þessari óværu – um það er enginn vafi.
Við erum öll Almannavarnir!
Viðbragðsteymi SMR