Núverandi lokun gildir áfram um óákveðinn tíma

Viðbragð­steymi SMR hefur fundað í dag 07/11/20. Meðal þess sem fram hefur komið í gær og dag frá heilbrigð­is­yf­ir­völdum eru þessi orð sóttvarna­læknis: „Það er langt í land og við meg­um ekk­ert slaka á, þá fáum við þetta bara aft­ur í bakið.“

Í ljósi þessara orða m.a. þá tilkynnist hér með að núverandi lokun safna, stöðvun funda og annarra viðburða innan R. sem gefin var út 19. október síðast­liðinn og gilti til 10. nóvember, mun gilda áfram um óákveðinn tíma. Ný tilkynning/tilmæli verða send út hér á heima­síðunni, strax og yfirvöld taka ákvarðanir um breyt­ingar til slökunar á sóttvarn­ar­reglum og/eða ef annað tilefni gefst til.

Munum að fara varlega bræður og fylgjumst með tilkynn­ingum og útgefnu efni frá einstökum stúkum hér á heimasíðu R. Hugum að sjúkum og bágstöddum. Hlúum að fjölskyldum okkar, vinum og vanda­mönnum. Við munum sigrast á þessari óværu – um það er enginn vafi.

Við erum öll Almanna­varnir!

Viðbragð­steymi SMR

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?