Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

„Nú er hann orðinn kótilettukarl“

Upptökufundur á 1. ° hjá Fjölni 9. Nóvember 2021

Það var góður fundur hjá okkur Fjöln­is­bræðrum síðast­liðinn þriðjudag. Nutum við t.a.m.  þess heiðurs að HSM, og fyrrverandi Stm. Fjölnis, Kristján Sigmundsson og St.Sm. Snorri Magnússon voru viðstaddir fundinn og gerði það umgjörðina enn hátíð­legri. Erindi kvöldsins var í höndum br. Þorsteins Þorgeirs­sonar 1. v.Rm. og fræddi hann okkur meðal annars um það ferðalag sem við frímúrarar förum í á skýran og skemmti­legan máta. Söngurinn var sem endranær fallegur en þar kom við sögu Ragnar okkar Sigurð­arson. Undir­leik­urinn var ekki síðri og var í höndum S. Ólafs W. Finns­sonar.

Rúsínan í pylsu­endanum var svo maturinn að loknum fundi, kótilettur baðaðar í raspi og bráðnu smjöri. Það voru glaðir bræður sem héldu svo heim um kvöldið, sællegir og saddir á sál og líkama.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?