Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Netsamkoma Eddu þann 2. febrúar kl 20

Eins og búið er að kynna verður haldin vefsamkoma Eddubræðra næskomandi þriðjudag, 2. febrúar kl. 20:00. Aðaltil­efnið er að við hittumst bræður mínir og höldum tengslum okkar. Á þessum tímum samkomutak­markana er þetta besti mögulegi kosturinn í stöðunni.

Fundurinn sem við héldum þann 5. janúar tókst ákaflega vel þar sem yfir 50 Eddur­bræður hittust og tóku þátt í einfaldri en fallegri funda­dagskrá sem lauk með því að bræður ræddu saman eins og við gerum svo gjarnan yfir kaffi­bolla eftir fundi.

Fundurinn á þriðju­daginn fer fram á sama hátt, þ.e. á Zoom-forritinu, sem er aðgengilegt frítt á netinu og virðist vera alveg kjörið í svona fundarhöld, einfalt og aðgengilegt öllum sem komast í netsamband á annað borð.

Ég vil hvetja ykkur sem allra flesta til að skrá ykkur og taka þátt.

Skráning fer fram á innri vef Reglunnar. Smellið einfaldlega á tengilinn og fylgið leiðbein­ingum.

Bræður sem eiga í vandræðum með að tengjast fundinum hiki ekki við að leita aðstoðar hjá bræðrum sem geta hjálpað.

Hægt er að hafa samband við R. stúkunnar með því að senda tölvupóst til r.edda@frimur.is og óska eftir því að fá símtal frá tækniteyminu, sem aðstoðar við að leysa úr öllum vandmálum sem geta komið upp.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?