Öll starfsemi innan Frímúrarareglunnar tímabundin stöðvuð — Uppfært 7. nóvember Sjá nánar.

Námskeið og málþing

Framkvæmda­nefnd Stúkuráðs og Fræðaráðs hélt námskeið fyrir fyrir stólverði og siðameistara (aðalmenn og varamenn)  St. Jóh.- og St. Andr.-stúknanna og málþing fyrir bræðra­nefndir St. Jóh.-stúknanna í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík laugar­daginn 21. sept. 2019. 

Á námskeiðinu voru haldin erindi um skyldur og verkefni stólvarða og siðameistara og um áherslur í embætt­is­færslu þeirra á stúkufundum. Lögð var áhersla á að Grund­vall­ar­skipanin og önnur gögn væru rækilega lesin og rétt nýtt. Síðan var farið í viðkomandi stúkusali og reyndir, fyrrverandi embætt­ismenn voru þar með stuttar og hagnýtar kynningar á lykil­at­riðum í framkvæmd funda. Í kjölfar þeirra fóru fram frjálsar umræður um ýmislegt það sem viðstaddir vildu sjálfir ræða, spyrja um eða koma sínum sjónar­miðum á framfæri.  Lokaþáttur námskeiðsins var svo sameig­in­legar, opnar umræður í aðalsalnum og frjálsar spurn­ingar eða athuga­semdir þátttakenda um allt námskeiðs­efnið. Þátttak­endur höfðu fengið afhent stutt útbýti með nákvæmri samantekt á tilvísunum í fyrir­liggjandi gögn um þau efnis­atriði sem vörðuðu viðkomandi embætti.

Á málþinginu var Reglugerð um bræðra­nefndir ítarlega kynnt og síðan var haldið vekjandi erindi um það hvernig nálgast mætti bræður og systur í persónu­legum erfið­leikum. Þá kynntu fjórir núverandi og fyrrverandi formenn bræðra­nefnda störfin í viðkomandi stúkum. Markmiðið var að fá fram upplýs­ingar um hvernig bræðra­nefnd­irnar hefðu í reynd tekist á við þau margvíslegu verkefni sem þeim hafa verið falin og eins að búa til umræðu­grundvöll og leiðir til að fá fram hugmyndir, nálgun við verkefni og lausnir í sem flestum málaflokkum. Loks fóru fram opnar umræður um bræðra­nefnd­ar­starfið með frjálsum spurn­ingum og athuga­semdum þátttakenda. 

Námskeiðið sóttu um 140 bræður og málþingið rúmlega 60 bræður, frá samtals 20 stúkum. Það er mat nefnd­ar­innar að bæði námskeið og málþing hafi tekist vel. Svör bræðranna á matsblöðum nefnd­ar­innar gáfu hið sama til kynna. Stefnt er að því að framhald verði á sambærilegu námskeiða­haldi fyrir fleiri embætt­ismenn starfs­stúknanna.

Jóhann Heiðar Jóhannsson, form. námskeiðs­nefndar

 

Ljósmyndir: Jón Svavarsson.

Aðrar fréttir

Fræðsla í Covid
Sálin og samfélagið
Jakobsvegurinn
Umhyggjuverkefnin eru víða

Innskráning

Hver er mín R.kt.?