Námskeiðsnefnd Stúkuráðs og Fræðaráðs Reglunnar mun standa fyrir námskeiði fyrir Ræðumeistara og Leiðtoga St. Andrésar- og St. Jóhannesarstúknanna laugardaginn 16. október 2021 í Regluheimilinu í Reykjavík (Sjá Starfsskrá Reglunnar).
Námskeiðin verða opin bæði aðalmönnum og varamönnum í öllum stúkum á landinu og er ætlast til að þeir allir mæti sem geta komið því við.
Námskeiðið fyrir Ræðumeistarana mun standa frá kl. 9 til 12 og námskeiðið fyrir Leiðtogana frá kl. 13 til 16. Flutt verða erindi um tiltekna þætti í stúkustarfinu og veitt hagnýt fræðsla um skyldur og verkefni þessara embættismanna og framkvæmd embættisstarfanna. Jafnframt verður gefinn verður kostur á umræðum og spurningum um allt námskeiðsefnið.
Rafræn skráning
Rafræn skráning á fundinn er hafin hér á vefnum. Þáttakendur eru beðnir að skrá sig fyrir fundinn.