Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Næsti fundur Hamar á I° 25. febrúar

Næsta þriðjudag, 25. febrúar, heiðrar enskur bróðir, Tony Harvey, okkur með því að flytja hluta af Prest­oni­an­fyr­ir­lestri sínum um skáta og frímúrara á I° upptökufundi í Hamri.  Fyrir­lest­urinn kallast ‘Scouting & Freema­sonry: two parallel organ­isations?  Bróðir Tony er mjög fær fyrir­lesari og hefur frá 2012 heimsótt um 200 stúkur um allan heim með fyrir­lestur sinn.  Bróðir Tony kom til Hamars í janúar 2013 og flutti okkur þá fyrir­lestur sinn. Sá fundur er bræðrum enn í minni og því ástæða til að endurtaka hann með von um að nýir Hamars­bræður og aðrir geti notið.      Bróðir Tony er mjög virkur í skáta­stúkum sem eru um þrjátíu á Bretlands­eyjum. 

Þrír Hamars­bræður voru viðstaddir í frímúr­ara­húsinu í Great Queen St. þegar bróðir Tony var settur í embætti Stm. The Scout Lodge of Mark Master Masons No. 1907.  Var þá um helmingur frímúrara í skáta­búningi á fundinum.

Ágætur skáti og frímúrari sagði eitt sinn: „Skátarnir eru fyrir börn það sem frímúrarar eru fyrir fullorðna.“ Það verður því fróðlegt að heyra bróður Tony bera saman þessar tvær hreyf­ingar og svara því hvort Lord Baden Powell hafi verið frímúrari og ýmsan annan fróðleik um þessar tvær hreyf­ingar.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?