Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Myndir krist­innar trúar og hlutverk vígðra þjóna

Rannsókna­stúkan Snorri boðar til stúkufundar miðviku­daginn 5. febrúar, 2020.

Fjallað verður um hlutverk og tengsl trúar í mannrækt­ar­starfi Reglunnar út frá þeirri mynd sem Heilög Ritning, þjónusta og kristin trúar­gildi gefa hinu sænska frímúr­ara­kerfi.

Fyrir­lesari er SÆK sr.Kristján Björnsson R&K.

Fundurinn hefst kl 19.00 og fer fram í  Reglu­heim­ilinu í Reykjavik. Á fundinn koma bræður í St.Jóh.st. Lilju  í Reykjavík í heimsókn. Fundurinn er opinn öllum bræðrum sem náð hafa VII° stigi eða hærra stigi í Reglunni.

Sr. Kristján Björnsson, R&K, gekk í St. Jóh. St. Rún 1. 2. 1995. Hann hefur verið í embætti Rm í fræðslu­stúkunum Mælifelli og Hlér nokkuð samfellt 1998 – 2012 auk þess Form. Brn. í Hlér með hléum 2002-2012. Í St. Andr. St. Huld frá 1997. Flutti úr Rún í Eddu 2009. Form. Fræðslu­nefndar Reglunnar 2011 – 2015. Meðal stofn­félaga St. Jóh. St. Snorra 9.4.2010. Einn af stofn­endum St. Jóh. St. Lilju 1.2. 2012 og Rm þar 2012 – 2015. Vígður R&K og skipaður St. Km. Landsst. 19.3.2015 og SÆK frá 2016.

Sr. Kristján lauk embætt­is­prófi í guðfræði 1987, var blaða­maður ´87 -´89 og vígðist prestur 9.6.1989. Þjónaði Breiða­bóls­stað­ar­prestakalli í V-Hún ´89 – ´98, Vestmanna­eyja­prestakalli 1998 – 2015 og Eyrar­bakka­prestakalli 2015-18. Fullt starfsnám í klínískri sálgæslu á Tampa General Hospital á Flórída 2003-4. Ritstjóri Kirkju­ritsins 1990 – 99. Sat í kirkjuráði Þjóðkirkj­unnar 2006-2010 og í stjórn Skálholts 2007 – 2011. Formaður Presta­félags Íslands 2014 – 18 og formaður samráðsvett­vangs Norrænu presta­fé­laganna, NPS, 2014 – 16. Varaformaður Stofnunar dr. Sigur­björns Einars­sonar frá 2011. Vígður Skálholts­biskup 22.7.2018. Settur Biskup Íslands tímabundið í maí 2019. Kristján er fæddur 6.12. 1958 sonur Björns Sigurðs­sonar. fv. lögreglu­varð­stjóra, frá Möðru­völlum í Hörgárdal, og Kristínar Bøgeskov, djákna. Hann er kvæntur Guðrúnu Helgu Bjarna­dóttur, leikskóla­kennara og starfs­manni Barna­heilla á Íslandi.

Álit á erindi sr. Kristjáns flytur St.Km. sr. Bragi J.Ingibergsson R&K.

▇  Markmið Rannsókna­stúk­unnar Snorra er að að gangast fyrir rannsóknum, skrifum, fyrir­lestrum og umræðum um fræði, sögu, starfsemi og markmið Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi og málefni þessu tengd.

▇  Félagar í stúkunni geta þeir orðið sem eru fullgildir bræður á stigi virðu­legra meistara eða æðra stigi í Frímúr­ar­a­reglunni á Íslandi.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?