Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Mjög áhugaverð net-námsstefna um öryggi og notkun miðla

Haldin var mjög áhugaverð net-námsstefna um öryggi og notkun miðla 4. nóvember sl. 76 bræður skráðu sig til leiks. Netfund­urinn gekk með afbrigðum vel og Jón Þorsteinn Sigurðsson sá um fundar­stjórn og fórst það mjög vel úr hendi.

Þrír fyrir­lestrar voru fluttir á netfundinum. Jón Þorsteinn Sigurðsson hóf leikinn með fyrir­lestri sem hann kallaði Varúð – Undir­bún­ingur, áhættur, tækni og hugbúnaður. Næstur á mælendaskrá var Svavar Ingi Hermannsson með fyrir­lest­urinn Þagmælska – Greiningu, öryggi og ásætt­anleg áhætta og að lokum flutti Stm. Mælifells, Ásgeir Björgvin Einarsson fyrir­lest­urinn Hófsemi – Stólmeistari segir frá þar sem hann var með samantekt um hvernig til hafði tekist með verkefnið sem Mælifell stóð fyrir í vor. 

Allir þessir fyrir­lestrar voru mjög fræðandi þar sem reynt var að varpa ljósi á mikilvægi undir­búnings og að bræður væru meðvitaðir um þær áhættur sem um ræðir þegar efni er sett inn á netið. Markmiðið væri að útbúa staðal sem Frímúr­ar­a­reglan getur unnið eftir til að halda utan um það efni sem útbúið er fyrir bræðurna með rafrænum hætti. Einnig að að tryggja orðspor Reglunnar og jafnframt öryggi þeirra sem taka þátt undir hennar merkjum í hverskyns viðburði sem þar er að finna.

Einnig að markmiðið sé að tryggja ákveðna reglu sem horft er til við framleiðsluna ásamt því að tryggja öryggi þeirra siða sem Frímúr­a­reglan notast við, þannig það endur­spegli ekki aðeins það markmið að tryggja orðspor Reglunnar og jafnframt öryggi þeirra sem taka þátt undir hennar merkjum í hverskyns viðburði sem þar er.

Að loknum erindum hófust umræður og spurt að ýmsu, því nú voru bræður margs vísari eftir að hafa hlustað á fyrir­lestrana. Ekki er ólíklegt að fundur­inn­leiði til víðtækrar þekkingar á verkefnunum sem sannarlega er þörf á að sinna innan Reglunnar á þessum skrýtnu tímum sem við lifum á.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?