Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 13. nóvember 2021 Sjá nánar.

Mímir fundar á Meist­ara­stiginu

Það var góður hópur sem mætti til fundar á Meist­ara­stiginu mánudaginn 18.10 síðast­liðinn. Hátt í 30 bræður sátu fundinn sem fór fram á hefðbundinn máta. Að fundi loknum var sest að bræðra­máltíð sem samanstóð af ljúffengu fiskmeti framreiddu af matreiðslu­meistara Reglunnar. Vararæðu­meistari stúkunnar flutti skemmtilegt erindi og mælti til stigþega á óvenju­legan máta. Þá var reglulega ánægjulegt að fá R&K SÆK til okkar og setti hann sérstakan svip á fundinn og mælti hlý orð. Nokkrir embætt­ismenn þreyttu frumraun sína þetta kvöld og stóðu sig með stakri prýði. Í lok kvölds héldu saddir og sælir bræður hver til síns heima.

Næsti fundur verður laugar­daginn 23.10 n.k og er það fræðslufundur á I° í samstarfi við St.Jóh.st.Glitni. Hefst hann kl.10:00

Skráning á haust­fagnað með systrum er í fullum gangi. Óhætt er að fullyrða að enginn verði svikinn, hvorki af borðhaldi né skemmti­dagskrá. Bjóðum betri helmingnum til skemmti­legrar kvöld­stundar og gleðjumst saman. *smellið hér til þess að skrá ykkur*

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?