Mánudagskvöldið 20.september kom St.Jóh.st.Mímir saman til fyrsta III° fundar vetrarins. Á þriðja tug bræðra voru mættir til leiks og ekki laust við að tilhlökkun gætti meðal hópsins. Hefðbundin fundarstörf fóru vel fram, þrátt fyrir að á annað ár sé liðið síðan að fundað hafi verið á stiginu.
Að fundi loknum var sest til bræðramáltíðar. Ákaflega bragðgóður saltfiskur Baccalá var borinn á borð og varð enginn svikinn af þeim góða rétti. Þá flutti vararæðumeistari stúkunnar skemmtilegt erindi og mælti til stigþegans. Borðhaldi var að lokum slitið og sammæltust bræður um að það væri afar gott að geta komið aftur saman til fundar á þessu stigi sem og öðrum því að starfið göfgar.
Næsti fundur í stúkunni verður mánudaginn 27.september og verður hann á I° og hvetjum við alla bræður til þess að fjölmenna á hann. Hittumst heilir.