Mímir fundar á Meist­ara­stiginu.

Mánudags­kvöldið 20.september kom St.Jóh.st.Mímir saman til fyrsta III° fundar vetrarins. Á þriðja tug bræðra voru mættir til leiks og ekki laust við að tilhlökkun gætti meðal hópsins. Hefðbundin fundar­störf fóru vel fram, þrátt fyrir að á annað ár sé liðið síðan að fundað hafi verið á stiginu.

Að fundi loknum var sest til bræðra­mál­tíðar. Ákaflega bragð­góður saltfiskur Baccalá var borinn á borð og varð enginn svikinn af þeim góða rétti. Þá flutti vararæðu­meistari stúkunnar skemmtilegt erindi og mælti til stigþegans. Borðhaldi var að lokum slitið og sammæltust bræður um að það væri afar gott að geta komið aftur saman til fundar á þessu stigi sem og öðrum því að starfið göfgar.

Næsti fundur í stúkunni verður mánudaginn 27.september og verður hann á I° og hvetjum við alla bræður til þess að fjölmenna á hann. Hittumst heilir.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?