Miðasala á Jólatrésskemmtun 2022 er hafin

Jólatrésskemmtanir Frímúrarareglunnar í Reykjavík verða haldnar dagana 28., 29. og 30. desember, frá klukkan 15 til 18.

Aðgöngumiðar eru seldir í gegnum Bræðravefinn og er miðaverð kr. 3.500.
Ef þú hefur ekki aðgang að Bræðravefnum má kaupa miða með því að hafa samband við Baldvin Bjarnason í netfanginu baldvin@titus.is.

Bræður mæti í kjólfötum og svörtu vesti.
Ætlast er til að karlmenn utan Frímúrarareglunnar mæti í dökkum jakkafötum eða spariklæddir.