Með bjartsýni í hjarta…

Kveðja frá Ásgeiri Magnússyni Stm. St. Jóh.st. Njarðar.

Góðan dag bróðir minn

Það er að verða langt síðan við gátum haldið fund, en vonandi fer að styttast í að við getum safnast saman í stúku­húsinu að Ljósatröð og notið samveru hvors annars. Þessir fundir okkar eru að mínu mati nærandi og gefandi fyrir sál og líkama og verð ég að segja að ég er farinn að sakna funda okkar.

Með bjartsýni í hjarta þá er það mín von að eigi síðar en um miðjan febrúar verði hægt að fara af stað, en vonandi fyrr.
Það er ljóst að þorra­fund­urinn sameig­inlegi með bræðrum okkar í Hamri verður ekki, allavega þarf mikið að gerast til að svo verði, en hann á að vera 19. janúar næstkomandi.

Einnig á Systra­kvöld okkar að vera þann 12. febrúar og höfum við ákveðið að reyna að fresta því í stað þess að aflýsa strax, í von um að um hægist og við getum komið saman með systrum okkar á þessu starfsári, nánar um það fljótlega.

Bræður mínir gleymum ekki þeim sem eiga um sárt að binda og minnumst vinátt­unnar daglega og biðjum fyrir öllum mönnum.

Umfram allt þá er mikil­vægast að vera góður vinur, vera maður sjálfur og koma þannig fram. Þá sýnir þú að þú ert heiðarleg manneskja og fólk kynnist þér eins og þú ert.
Vertu skiln­ings­ríkur og gefðu þér tíma til þess að skilja; skilja náungann áður en þú metur hann, skilja vandamál hjá vinum ef þau eru til staðar og umgangast hvern og einn eftir aðstæðum, ef fólk þarf að vera í friði, hafa skilning á því. Góðir vinir eru ekki á hverju strái, þeir eru sjald­gæfir, einbeittu þér að því að vera góður vinur.

Með bróður­legri kveðju
Ásgeir Magnússon
Stm. Njarðar

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?