Lokafundur Akurs á síðasta vetrardegi

Góð mæting á lokafund Akurs

Síðasta vetrardag var lokafundur hjá Akri og var góð mæting bræðra á fundinn. Samkvæmt venju var kosið í embætti fyrir næsta starfsár 2019-2020.

Kosið var í 3 aðalembætti: Sigurður Guðmundsson var kosinn Am., Sigmundur G. Sigurðsson kosinn E.stv. og Jakob Guðmundsson kosinn Y.Stv. Einnig voru breyt­ingar í embættum varamanna.

Þá var staðfestur flutn­ingur Haraldar Heimis Isaksen frá Njálu til Akurs.
Stm. þakkaði þeim embætt­is­mönnum sem fór úr embætti fyrir vel unnin störf og óskað jafnfram nýkjörnum embætt­is­mönnum til hamingu og væntir góðs samstarfs á komandi starfsári.

Farið var yfir næsta fund Akurs sem verður Jónsmessu­fundur með Borgar­mönnum í Flatey og verður nánari dagskrá send út fljótlega og byrjað að skrá niður þáttak­endur en miðað við undir­tektir bræðrar má búast við rúmlega 100 bræðrum og systrum í þessa ferð.

Á fundinum voru mættir núverandi Stm. Akurs Sæmundur Víglundsson ásamt síðustu 4 Fv. Stm. Akurs, Ólafi Rúnari Guðjónssyni, Karli Alfreðssyni, Gunnari Ólafssyni og Skúla Lýðssyni, R&K

Að loknum fundi var hist í bræðra­stofu og skálað fyrir starfi vetrarins áður sest var að borðhaldi

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?