Allt starf og samkomur felldar niður fram til 2. febrúar 2022 Sjá nánar.

Lokafundur Akurs 03.03.2021

Tilhlökkunin var óblandin þegar, loksins, var hægt að komast á frímúr­ar­afund. Þó skyggði á þennan fund, þar sem forskrá þurfti félaga sem ætluðu að mæta þar sem um fjölda­tak­mörkun var að ræða vegna heims­far­aldurs veirunnar Covid19.

Skemmst er frá því að segja að uppselt var á fundinn. Fundurinn hófst á að stólmeistari setti fundinn og kynnti efni fundarins sem fólst m.a. í að skipa og kjósa í embætti í St. Jóh. st. Akri sem er annars til heimilis að Still­holti 14 á Akranesi.

Áður en til skipana og kosninga í embætti fór fram, flutti söngstjóri stúkunnar, Háttupp­lýstur br. Gísli Einarsson lagið ,,Í rökkurró“ eftir Morti Nevins og Al Nevins.

Br. Gísli upplýsti að hann hafi verið að nema harmonikkuleik í Tónlist­ar­skóla Akraness sl. vetur. Þeim sem til þekkja, þóttu þessar upplýs­ingar hálf spaugi­legar þar sem br. Gísli hefur leikið á harmonikku til margra ára bæði hérlendis og erlendis við góðan orðstír. Br. Gísli gaf stúkunni sinni, Akri, lag, fyrir margt löngu, sem hann samdi bæði texta við og útsetti sem heitir ,,Í stúku­salnum“. Þá má geta þess að br. Gísli gaf, á sl. starfsári St. Jóh. fræðslu­stúkunni Borg í Stykk­is­hólmi lag og texta sem heitir ,,Okkar Borg“

Þau embætti á fundinum sem skipt var um voru að Hæstlýsandi br. Sævar Jónsson hætti sem siðameistari, en hann hafði starfað út sinn tíma og Háttlýsandi br. Einar Kristinn Gíslason var skipaður siðameistari.
Háttupp­lýstur br. Erling Þór Pálssons hætti sem ræðumeistari stúkunnar og Háttlýsandi br. Guðráður Gunnar Sigurðsson var skipaður ræðumeistari.
Full ástæða er til að óska nýjum embætt­is­mönnum af heilum huga, til hamingju með þá vegsemd þeirra í nýjum embættum fyrir St. Jóh. st. Akur.

Þegar hefðbundnum fundar­störfum um skipan og kosningar aðal- og vara- embætt­is­manna var lokið, flutti Háttupp­lýstur br. Gísli Einarsson söngstjóri stúkunnar, lagið ,,Those Were the days my friend“, eftir Dene Raskin.

Við bróður­mál­tíðina upplýsti stólmeistari, Háttupp­lýstur br. Sæmundur Víglundsson, að Háttupp­lýstum br. Sigvalda Arasyni hafi verið veitt heiðurs­merki St. Jóh. st. Akurs miðviku­daginn 24 apríl sl.
Það verður að segjast eins og er, að ákveðinn hátíð­arblæ setur óhjákvæmilega alltaf á frímúr­ar­a­fundi þegar æðstu embætt­ismenn Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi heimsækja stúkur utan Reykja­víkur.
Það gerðist einmitt á þessum fundi er Stór – Stúart Meistari (St.Stú.M.) br. Róbert Winther Jörgensen heiðraði fundinn með nærveru sinni.
Eru honum hér, færðar einlægar þakkir fyrir heimsóknina.

Jesús segir ,,Ég er ljós heimsins, enginn kveikir ljós og setur það í felur, né undir mæliker, heldur á ljósastiku, svo að þeir sem inn komast, sjái ljósið. Þannig lýsi ljós yfir mönnunum, til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsami föður yðar sem er á himnum“.

Elskulegu bræður, það er mikils um vert að þekkja okkar eigið ljós sem HHH h og j gaf okkur í þessu lífi, þannig að það lýsi okkur og einnig samferða­fólki okkar, já og öllum heiminum. Bæði Hinum Hæsta Höfuðsmið til dýrðar, okkur til hjálpar og vaxtar og öllum sem á vegi okkar verða.

Enn á ný þakka ég það traust sem mér er sýnt með því að fá að setja þessar línur á blað.
Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar óskir um gleðilegt sumar, blessunar Hins Hæsta Höfuðsmiðar himins og jarðar, en minni ykkur jafnframt á :
Að breiða út, meðal mannanna þær dyggðir sem þið hér hafið lofað að iðka öðrum til eftir­breytni.

Magnús Ólafs Hansson

 

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?