Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Lokadagur Bræðra­stof­unnar á þessu starfsári

Fjöldi sjálf­boðaliða sér um að manna vaktir Bræðra­stof­unnar

Síðasti opnun­ar­dagur Bræðra­stof­unnar þennan vetur var í dag 7. apríl.  Fjöldi sjálf­boðaliða sér um að manna vaktir Bræðra­stof­unnar, sem sinntu 27 vöktum fyrir jól og 21 vakt eftir jól, eða samtals 48 vöktum þenna vetur. Fjöldi sjálf­boðaliða á vakt er 2 og hver vakt er um 2.5 klukku­stundir, sem gera þá alls um 240 vinnu­stundir sem sjálboða­liðar lögðu Bræðra­stofunni til.

Fjöldi sjálf­boðaliða þennan vetur var um 16 aðalmenn og um 6 varamenn, ásamt 2 umsjón­ar­mönnum.

Bræðra­stofan hefur löngum verið athvarf bræðra á sunnu­dags­morgnum. Fyrir utan fasta­gesti hafa stúkur nýtt sér þann möguleika að standa fyrir alls konar kynningum sem tengist frímúr­ara­starfinu. Þannig að það hefur ekki verið óalgeng sjón að Bræðra­stofan hafi verið þéttsetin bræðrum sem komið hafa til að hlýða á fyrir­lestra, njóta samveru og veitinga. Þannig að hlutverk Bræðra­stof­unnar hefur skipt miklu í gegnum tíðina og verður örugglega áfram.

Bræðra­stofan vill þakka Helga Magnússyni sem nú lætur af starfi umsjón­ar­manns Bræðra­stof­unnar en Helgi hefur stýrt Bræðra­stofunni í 10 ár og vann almenn störf í 4 ár. Helgi hefur því skilað samtals 14 ára starfi fyrir Bræðra­stofuna.

Bræðar­stofan vill einnig þakka Sigurði Má Guðjónssyni bakara og eiganda Bernöfts­bakarís sem hefur gefið Bræðra­stofunni bakkelsi á hverju sunnu­dags­morgni.

Bræðra­stofan þakkar öllum sem lögðu óeigingjarnt starf af hendi í vetur, öllum gestum sem drukkið hafa kaffi með okkur og kaffi­klúbbnum góða fyrir þeirra staðföstu heimsóknir.

Sjáumst kátir að sumri liðnu.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?