Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Leitarvél vefsins endurbætt enn frekar

Mikil aukning á notkun

Það efni sem nú er hægt að nálgast á ytri og innri vef Reglunnar eykst jafnt og þétt. Fyrir bragðið getur verið erfitt að finna þau gögn sem vekja áhuga bræðranna. Til að auðvelda leitina hefur því verið bætt við ýmsum nýjum leitar­mögu­leikum sem mun flýta verulega fyrir þegar bræðrum vantar upplýs­ingar.

Notkun leitar­vél­ar­innar hefur aukist mjög að undan­förnu. Samkvæmt mælingum kemur í ljós að leitar­vélin skilar að jafnaði um 1000 fyrir­spurnum á hverjum degi. Og það tekur vélina örskamma stund að skila niður­stöðum vegna fyrir­spurna.

Eðli málsins vegna skila leitar­mögu­leikar mismunandi niður­stöðum þegar leitað er á ytri eða innri vef. Á innri vefnum er t. d. að finna upplýs­ingar um menn og málefni sem ekki er hægt að kalla fram á öðrum stað. Þetta þekkja bræður sem nota vefinn að staðaldri.

Á innri vefnum er nú að finna frétt þar sem farið er yfir nýja leitar­mögu­leika og hvernig þeir nýtast best notendum vefsins. Það mun koma bræðrum á óvart hvað endur­bætta leitar­vélin léttir þeim starfið þegar kemur að öflun upplýsinga.

L fyrir leit

Leitar­vélina má nálgast á tvenna vegu. Annar­s­vegar með því að smella á bláa hnappinn með stækk­un­ar­glerinu, sem er staðsettur í neðra hægra horninu á vefnum. Í snjallsímum þarf að opna valmyndina hægra megin til að takkinn birtist.

Hin leiðin er að smella einfaldlega á bókstafinn L á lykla­borðinu og þá opnast leitar­glugginn.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?