Leiðbein­ingar vegna Þorra­samveru Hamars og Njarðar

Kæru bræður, í kvöld  22. janúar, verður þorra­samvera Hamars- og Njarð­ar­bræðra.

Samveran verður send út rafrænt, þannig að allir ættu að geta notið hennar með því að tengjast hlekknum sem hér fylgir. Vídeóið sjálft byrjar/opnar kl.: 20.00  https://youtu.be/XlUDIzCceaw

Einnig hefst opin samvera bræðra með aðstoð Zoom fjarfund­ar­búnaðar kl. 19:30.  Til þess að opna á hana er nóg að smella á hlekkinn: https://zoom.us/j/91807931778

Smelltu á hlekkinn og gefðu tölvunni /  símanum leyfi til þess að opna hann í forritinu (…tekur smá tíma!).  Ef þú hefur ekki náð í forrið áður færð þú upp leiðbein­ingar sem leiða þig áfram.
Ekki er þörf á að búa sér til persónulega aðgang í gegnum forritið, frekar en hver og einn vill.  Skráðu fullt nafn og óskaðu leyfis til að koma inn á fundinn. „Dyravörður“ mun hleypa öllum inn og stýra aðkomu bræðra í forritinu.

Þegar útsend­ingin á Youtube hefst, mælum við með því að horfa á hana beint á youtube síðunni, þar sem að gæði á mynd og hljóði eru betri.

Samkoman mun standa í rúman klukkutíma og er bræðrum og systrum gefinn kostur á að tala fyrir og eftir útsendu dagskránna. Allir gestir á Zoom verða sjálf­krafa þaggaðir (e. muted) á meðan á útsendingu stendur.

Stólmeistarar Hamars og Njarðar, Ólafur Magnússon og Ásgeir Magnússon.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?