Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

Kynning á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar

Sunnu­daginn 23. febrúar kl. 11:30

Sunnu­daginn 23. febrúar nk. verður kynning á vef Frímúr­ar­a­regl­unnar í Reglu­heim­ilinu. Kynningin hefst kl. 11:30 stund­víslega og stendur til kl. 13.00. Og verður í stóra matsalnum hægra megin þegar gengið er inn aðaldyra­megin. Dagskrá kynning­ar­innar verður með eftir­farandi hætti:

  • Kl. 11.30 Farið yfir þróun vefsins undan­farin ár og hversu mikið upplýs­ingalegt gildi hann hefur fyrir frímúr­ara­bræður.
  • Kl. 11:40 Kynning á vef Reglunnar. Bæði ytri og innri vef og hvernig búa eigi til lykilorð. 
  • Kl. 12:00 Kaffihlé
  • Kl. 12:10 Kynning á vef heldur áfram.
  • Kl. 12:30 Frétta­skrif hjá stúkum og póstsend­ingar ræddar og farið yfir mikilvægi þess.
  • Kl. 12:45 Yfirlit yfir Félaga­kerfið og tengsl þess við vef Reglunnar.
  • Kl. 13:00 Kynningu lokið

Hér gefst bræðrum einstakt tækifæri til að kynna sér virkni vefsins, hvort sem um er að ræða ytri eða innri vef. Ýmsir möguleikar sýndir við upplýs­inga­öflun og hraðvirk leitarvél kynnt til sögunnar. Þá er farið í gegnum aðgengi að innri vef með Reglu-kennitölu og hvernig á að búa til lykilorð til að skrá sig þar inn.

Bræður á Stór-Reykja­vík­ur­svæðinu eiga von á pósti vegna þessarar kynningar. Neðst í honum  er hnapp­urinn Ég mæti. Þegar smellt er á hann hefur viðkomandi skráð sig á kynninguna. Það er nauðsynlegt fyrir ritnefnd vefsins að hafa yfirsýn yfir fjölda bræðra sem ætla að koma. Bæði hvað varðar uppsetningu á sal og magn meðlætis með kaffinu. Bræður sem skrá sig á þennan hátt, fá svo áminn­ingarpóst um kynninguna þegar nær dregur.

Til stendur að senda kynninguna í beinni útsendingu um netið til þeirra stúkna sem þess óska.

Vonumst til að sjá sem flesta fróðleiksfúsa bræður.

Þá er rétt að geta þess að sama dag kl. 13:00 verður sérstakur fræðslufundur á II° haldinn í Hátíð­ar­salnum í Reglu­heim­ilinu. Allar St.Jóh. stúkurnar í Reykjavík standa að þessum fræðslufundi, þ.e. Mímir, Edda, Fjölnir, Gimli, Glitnir og Lilja. Þannig að bræður geta slegið tvær flugur í einu höggi og flutt sig um set eftir vefkynn­inguna.

Ritnefnd vefs Frímúr­ar­a­regl­unnar

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?