Upplýsingar og takmarkanir á starfsemi Reglunnar vegna COVID — 31. ágúst 2021 Sjá nánar.

Kynning á heimasíðu og fundur á I°

Streymt til okkar í rauntíma kynningu á heimasíðu Reglunnar

Sunnu­daginn 23 febrúar var streymt til okkar í rauntíma kynningu á heimasíðu Reglunnar, kynningin fór fram í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík.

Fimmtán br voru mættir í hús okkar Akurs­bræðra og fylgdust með og tóku þátt í kynningunni. Var það samdóma álit viðstaddra að þarna væri komin leið sem ætti eftir að nýtast vel.

Daginn eftir mánudaginn 24 febrúar var fundur á I° hjá okkur, tæplega sextíu bræður mættu til fundarins, vRm og Sm fluttu sitthvort erindið og söngstjórinn lék fyrir bræður á nikkuna.
Í máli Stm kom fram að á næstunni yrði samkoma „Heldri bræðra“ sem auglýst yrði betur síðar.

Einnig kynnti hann fyrir­hugaða Fræðslu­ráð­stefnu um Alzheimer sjúdóminn sem haldin verður í Reglu­heim­ilinu í Reykjavík og streymt yrði til þeirra stúkna sem þess óska, og hvatti hann bærður til að mæta og taka þátt í ráðstefnunni.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?