Allt stúkustarf frá 11. mars til loka starfsársins 30. júní 2020 fellur niður. Sjá nánar.

Kuinka sovittaa seitsemän­kym­mentä neljä vapaamu­urari veljettä kolmannen asteen kokoukseen?

Hvernig kemur þú 74 brr. fyrir á III°fundi?

Þetta er sennilega lengsta fyrirsögn sem skrifuð hefur verið á vef Fjölnis en á vel við þar sem fundur gærkvöldsins var sá fjölmennasti á III° í Fjölni og jafnvel í sögu R.

74 brr. sóttu fundinn þar af voru 33 gestir. 27 finnskir brr. frá 19 bláum stúkum og 6 brr. frá öðrum íslenskum stúkum.  Það sem tengir finnsku gestina saman er að þeir eru allir meðlimir í mannúðar- og góðgerða­sam­tökum innan Finnsku Stórstúk­unnar. Helsta markmið hennar er að hjálpa bágstöddum.

Á hverju ári heimsækja þeir frímúr­ara­stúkur víðsvegar um heimin og í þetta skiptið var Íslandi fyrir valinu. Komust færri en vildu í ferðina og nánast uppselt samstundis að sögn finnsku brr. okkar. Embætt­ismenn Fjölnis voru ekki vandræðum með að koma öllum vel fyrir og var öll embætt­is­færsla til fyrir­myndar og höfðu gestir orð á því.

Brr. snæddum svo saman að loknum fundi í austur­salnum ljúfengan þorsk eða turska með sósu, kartöflum og salati. Að loknu borðhaldi var skipst á gjöfum og færðu þeir okkur fána góðgerð­ar­sam­takanna og geisladisk með tónlist Jean Sibeliusar sem hann samdi sérstaklega fyrir Finnsku regluna og er hluti þessarar tónlistar notuð í öllum Frímúr­ara­stúkum Finnlands. Þess má geta að Sibelius var sjálfur frímúari.

Meginefni fundarins var þó upptaka nýs meistara og bjóðum við hann hjart­anlega velkominn. Hætt er við að næsti fundur hans verði aðeins öðruvísi. Virkilega skemmti­legur fundur og alltaf gaman að upplifa bræðra­þelið sem þekkir enginn landamæri.

Kippis (skál)

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?