Jónsmessu­skemmtun í Flatey

22. júní 2019

Í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því formlegt frímúr­arastarf hófst á Íslandi ætla stúkurnar Akur og Borg að bjóða til Jónsmessu­skemmtunar í Flatey Laugar­daginn 22.júní 2019.

Siglt verður með Baldri frá Stykk­is­hólmi kl. 09.00 og er áætluð koma í Flatey um kl. 10:45 þar sem tekið verður á móti okkur í gamla frysti­húsinu og boðið upp á léttar veitingar.

Þar verður haldinn jónsmessu­fundur Akurs og Borgar kl.12:00, fundurinn er á I°. Meðan á fundi bræðranna stendur er systrum boðið í skoðun­arferð í kirkjuna. Að fundi loknum munum við njóta þess besta sem eyjan hefur upp á að bjóða, m.a. farið í gönguferð þar sem leiðsögu­maður verður bróðir okkar sem býr í eyjunni. Það verður spilað og sungið, ofl.óvænt og skemmtilegt.

Fyllum svo á tankinn í grill­veislu að hætti ,,Hólmarans” og njótum síðustu stundar áður en haldið verður aftur heim með Baldri kl.20:00. Áætluð koma í Stykk­ishólm aftur um 21:30.

Skráning og ferðir

Netskráning er á heimasíðu Frímúr­ar­a­reglunar og opið verður fyrir skráningu til 31.maí.
Lokað hefur verið fyrir rafræna skráningu.

Stefnt er að rútuferð frá Akranesi náist næg þáttaka og áhuga­samir geta skráð sig í rútuna í netskrán­ingunni.

Kostn­að­urinn er 4.500 kr. á manninn og innifalið í því eru léttar veitingar við komu og grill­veisla. Í gamla frysti­húsinu er starfrækt kaffihús þar sem opinn verður bar og gestum býðst að versla drykki gegn hóflegu gjaldi.

Siglingin með Baldri er greidd í afgreiðslu Sæferða fyrir brottför skv. gjaldskrá, 7.840 kr. fyrir manninn en 6.280 kr. fyrir 67 ára og eldri.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?