Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Jólin voru þegar í hjarta mínu

Sr. Magnús Björn Björnsson

Ég átti þess kost að heimsækja Ísrael fyrir skömmu. Það var ógleym­anleg upplifun að sitja í litlum hellis­skúta á Betlehem­svöllum og lesa jólaguð­spjallið. Þar er einnig kirkja helguð fjárhriðunum. Í þeirri kirkju eru sungnir jólasöngvar alla daga. Þegar Íslend­ing­arnir komu hjómaði þýskur jólasálmur. Við sungum nokkur vers af sálminum Í Betlehem er barn oss fætt. Á meðan við vorum að syngja kom inn hópur frá Filipps­eyjum. Þannig er stöðugur straumur ferða­manna á flestum stöðum er tengjast sögum Biblí­unnar. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda og stundum örtröð eins og í fæðing­ar­kirkjunni í Betlehem og grafar­kirkjunni í Jerúsalem, var afar merkilegt að koma á staðina, sem taldir eru vera næst þeim stað er þeir gerðust. Sögurnar verða oft ljóslifandi. Einkum við Genesa­retvatn, því þar gerðust mörg undur úti í náttúrunni, s.s. er hann gekk á vatninu og mettaði þúsundir.

En hvað er það sem við sækjumst eftir í landinu helga? Það er að sjá með eigin augum umhverfi atburðanna, sem skipta svo miklu máli í lífi kristins fólks. Það er að reyna að nálgast söguna í gegnum fornleifar. En gífur­legar fornmenjar eru í Ísrael og á Vestur bakkanum. Síðast en ekki síst er það oft áhrifarík trúarleg upplifun að lesa um atburðina á staðnum og þakka Guði og lofa hann fyrir það sem gerðist mannkyni til heilla. Þannig var það í litla hellinum á Betlehem­svöllum. Þó það væri miður október voru jólin þegar í hjarta mínu. Ég gat lesið og glaðst yfir skila­boðum englanna: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.“ Guð gefi þér og þínum gleðileg jól.

Sr. Magnús Björn Björnsson

Mynd úr Kirkju fjárhirðanna á Betlehems-
völlum

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?