Boðið var uppá glæsilega jólaveislu, hátíðlega dagskrá með jólahugvekju og tónlist og við fluttum ljósið inn á heimili okkar á hefðbundinn hátt en þó með öðru sniði en venjulega.
Í ár víkja jólahefðir víða og við þurfum að aðlaga okkur því ástandi sem ríkir í samfélaginu. Á Íslandi eru jólahefðir sterkar og það er ekki auðvelt að breyta til. En við skulum ekki gleyma því að jólin koma, sama hvaða ástand ríkir í samfélaginu og jólin eru ekki bara hefðir. Jólin eru fyrst og fremst hátíð þar sem við minnumst og fögnum fæðingu Frelsarans. Það getum við gert hverjar sem kringumstæðurnar eru. Allt sem þarf er rétt hugarfar.