Jólakveðjur frá SMR Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi

Kæru brr.

Ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar bestu óskir um hamingju- og gleðiríka jólahátíð og farsælt komandi ár.

Sérstakar þakkir vil ég færa bræðrum fyrir tryggðina við Regluna og ekki síður fyrir þrótt­mikið starf í skugga COVID-19 farald­ursins til að viðhalda og efla samskipti bræðranna. Enn hefur ekki tekist að sigrast á óværunni og óvissa er um framhald stúku­starfa í byrjun næsta árs. Reglu­bræður hafa hins vegar sýnt það með verkum sínum frá upphafi farald­ursins, að þeir ætla að sigrast á honum og koma styrkari til starfa að nýju.  Við lögðum fyrst niður formleg fundar­störf þann 11. mars 2020. Stúku­störfin hafa gengið ágætlega frá s.l. hausti, þrátt fyrir takmarkanir, en nú er ljóst að fundir falla niður til 12. janúar á næsta ári. Reglu­hátíð hefur einnig verið felld niður. Gleymum því ekki að viðhalda nánum tengslum við aðra bræður og fjölskyldur þeirra á þessum erfiðu tímum. Við hefjum störfin að nýju strax og mögulegt verður.

Bræður mínir. Mín einlæga von er að þið og fjölskyldur ykkar eigið gleði- og hamingjuríka daga framundan og að við Reglu­bræður getum hafið kraft­mikið starf að nýju innan skamms. Megi blessun guðs hvíla yfir ykkur öllum.

Kristján Þórðarson
SMR

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?