Allt starf fellt niður næstu þrjár vikur, frá 25. mars Sjá nánar.

Jólafundur – St.jóh.st.Mímir

Hátíð fer í hönd

Mánudaginn 16.desember var Jólafundur Mímis. Það er jafnan mikil eftir­vænting og tilhlökkun í bræðrunum að halda til þessa fundar. Hann er bæði bjartur og fallegur. Þá setur fjölmennið gjarnan sinn svip á fundinn en hann sóttu að þessu sinni upp undir 150 bræður.

Söngstjóri stúkunnar, br.Kári Allansson og br.Ásgeir Páll Ágústsson fluttu tónlist, lesið var upp úr Jólaguð­spjalli, flutt jólahug­vekja og fleira gladdi viðstadda. Tendrunin vakti loks jólaandann hjá flestum og að fundi loknum settust bræður saman að snæðingi.

Jólamál­tíðin var hið sígilda hangikjöt og tilheyrandi eins og allir gátu í sig látið. Möndl­ugraut­urinn var á sínum stað og var að þrautreyndur br.sem hreppti möndluna að þessu sinni og fór vel með – hamingjuóskir honum til handa. Að máltíð lokinni drukku bræður kaffi og og gæddu sér á konfekti.

Stúkan Mímir óskar öllum gleði­legrar jólahá­tíðar.

Eldra efni

Vinátta
Að leggja við hlustir
Kveðjan

Innskráning

Hver er mín R.kt.?