Mánudaginn 16.desember var Jólafundur Mímis. Það er jafnan mikil eftirvænting og tilhlökkun í bræðrunum að halda til þessa fundar. Hann er bæði bjartur og fallegur. Þá setur fjölmennið gjarnan sinn svip á fundinn en hann sóttu að þessu sinni upp undir 150 bræður.
Söngstjóri stúkunnar, br.Kári Allansson og br.Ásgeir Páll Ágústsson fluttu tónlist, lesið var upp úr Jólaguðspjalli, flutt jólahugvekja og fleira gladdi viðstadda. Tendrunin vakti loks jólaandann hjá flestum og að fundi loknum settust bræður saman að snæðingi.
Jólamáltíðin var hið sígilda hangikjöt og tilheyrandi eins og allir gátu í sig látið. Möndlugrauturinn var á sínum stað og var að þrautreyndur br.sem hreppti möndluna að þessu sinni og fór vel með – hamingjuóskir honum til handa. Að máltíð lokinni drukku bræður kaffi og og gæddu sér á konfekti.
Stúkan Mímir óskar öllum gleðilegrar jólahátíðar.