Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Jacques de Molay – Síðasti stórmeistari reglu muster­isriddara

 

Jacques de Molay var vígður til embætt­isins í kring um 1293. Á þeim tíma var reglan orðin virkt stjórn­málaafl sem bæði konung­urinn, Philip IV og páfinn, Clement V höfðu áhyggjur af. Þess utan hafði safnast mikill auður á hendur reglunnar sem konung­urinn hafi áhuga á að komast yfir.

Árið 1307 óskuðu páfi og konungur eftir fundi með reglu­bræðrum. Þarna átti að ræða starfsemi reglunnar almennt og stöðu hennar innan franska ríkisins. En í stað þess að vera vingjarn­legur fundur var stórmeist­arinn Jacques de Molay handtekinn föstu­daginn 13. október 1307. Þaðan er komin sú hjátrú að föstu­dag­urinn 13. sé óhappa­dagur.

Sjö árum síðar, í mars 1314, var Jacques de Molay brenndur á báli fyrir ýmsa glæpi, m. a. guðlast. Þegar Molay brann á bálinu þá varpaði hann fram þeirri formælingu að hvorki Philip konungur né páfinn myndu lifa árið af og gekk það eftir. Sumar heimildir segja reyndar að Molay hafi sagt að hann myndi hitta þá félaga á himnum innan árs frá dauða sínum. En engar staðfest­ingar eru fyrir hendi hvort af þeim fundi varð.

Á Wikipediu er að finna fróðlega samantekt um Jacques de Molay, reglu muster­isriddara og síðari tíma tengsl milli Frímúr­a­regl­unnar og reglu muster­isriddara. Hana má nálgast með því að smella hér.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?