Upplýsingar um starf Reglunnar á tímum COVID-19 — Uppfært 25. september Sjá nánar.

IV/V° fundur vegna NAM á Íslandi

15. júní 2018

Eins kunnugt er verður NAM (Nordisk Andreas Möte) 2018 haldið hér á Íslandi dagana 15.–17. júní n.k. Mótið er haldið annað hvert ár og skiptast St. Andrés­ar­stúk­urnar De Fire Roser í Århus, Danmörku, De Tre Förenade Kronor í Gautaborg, Svíþjóð, Björgvin í Bergen, Noregi, Brödra­för­en­ingen Erasmus í Åbo, Finnlandi og Hekla hér á Íslandi á að halda það. Síðast var mótið haldið sumarið 2016 í Gautaborg og árið 2020 verður það í Åbo. 

Mótið hefst með IV/V gráðu fundi í Reglu­heim­ilinu þann 15 júní kl 18 (mæting í hús kl 17). Takmarkað pláss er í IV/V gráðu salnum og munum við takmarka fjöldann við 115 bræður og er þar gert af ráð fyrir 33 erlendum bræðrum. Ég hvet ykkur því bræður mínir sem staðráðnir eru í að mæta á fundinn að skrá ykkur sem fyrst. 

Lokað hefur verið fyrir skráningu á fundinn.

Svo hægt sé að skipu­leggja fundinn sem best og gera hann sem notaleg­astan eru fyrirfram skráning og uppgjör nauðsynleg og verður skráning í gangi til 10. júní eða þar til uppselt verður. 

Matseðill

Aðalréttur
Steiktur þorskur með hvítvínssósu, basilkart­öflumús og steiktu grænmeti.

Eftir­réttur
Súkkulaðimús með þeyttum rjóma og hindberjum.

Nánar um NAM

Fyrir þá sem vilja taka frekari þátt í NAM dagskránni bendi ég á eftir­farandi vefslóð, þar sem finna má kynningu á dagskránni og allar nauðsyn­legar upplýs­ingar.
https://iceland­travel.artegis.com/event/NAM2018

Hér má svo opna sérstaka síðu þar sem íslenskir brr. geta skráð sig og maka sína í það sem mann langar að taka þátt í, og greiðir sérstaklega fyrir:
https://events.artegis.com/event/NAM_2018_activity_registration

Messan og brunchinn þann 17. júní eru ekki á skrán­ing­ar­listanum heldur mæta bræður og systur sem áhuga hafa bara austur í Hvera­gerði þá um morguninn sjálf. 

Þrátt fyrir að IV/V gráðu salurinn sé takmarkandi þá væri ánægjulegt að sem flestir sæju sér fært að taka þátt í dagskránni með okkur, annað hvort allri eða einstaka liðum hennar. Bræðrum og systrum sem vilja taka þátt í kvöld­verðinum 16. júní í Ingólfs­skála bendi ég á að það fer sérstök rúta úr Reykjavík með okkur austur og til baka að kvöldvöku lokinni sem áætlað er kl. 23:30. 

M.brl.kv.
G. Hagalín Guðmundsson — Stm. Heklu
Sveinn Geir Einarsson — Sm. Heklu

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?