Innsetn­ing­ar­fundur nýs Stórmeistara

26. október 2019

Innsetning nýkjörins Stórmeistara Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi, Kristjáns Þórðar­sonar augnlæknis, fór fram laugar­daginn 26. október 2019. Fundinn sóttu á sjötta hundrað Frímúr­ara­bræður úr öllum stúkum innan íslensku Frímúr­ar­a­regl­unnar og liðlega tuttugu erlendir bræður, frá öllum Frímúr­ar­a­reglunum Norður­löndum, þ. e. frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en einnig frá Banda­ríkjunum, Eistlandi, Englandi, Hollandi, Ítalíiu, Skotlandi og Þýskalandi.

Kristján Þórðarson gekk í Frímúr­ar­a­regluna 1984 og hefur gengt fjölmörgum embættum og trúnað­ar­störfum fyrir Frímúr­ar­a­regluna. Hann var kjörinn SMR á fundi Stórráðs Reglunnar 4. október 2019. Fráfarandi Stórmeistari Valur Valsson f.v. banka­stjóri, hefur verið SMR frá árinu 2007. Var honum sérstaklega þakkað fyrir farsæl og mikil störf í þágu Reglunnar af viðtakandi SMR, sem tilnefndi Val heiðurs­félaga Frímúr­ar­a­regl­unnar á Íslandi á fundinum.

Á innri vef R. má skoða mynda­albúm frá innsetn­ing­ar­deginum.

Frímúr­arakórinn undir stjórn Friðriks S. Krist­ins­sonar flutti nokkur lög á fundinum, en að auki komu fram stórsöngv­ar­arnir Kristján Ingvar Jóhannsson tenór, Ásgeir Páll Ásgeirsson baritón og Bjarni Atlason baritón. Um tónlistina sáu Jónas Þórir Þórisson orgell­eikari, Hjörleifur Valsson fiðlu­leikari, Bjarni Svein­björnsson kotrabassa­leikari, Kristján Hermannsson trompet­leikari, Grímur Sigurðsson trompet­leikari og Sigurður Hafsteinsson saxafón­leikari

Á fundinum kynnti nýr SMR breyt­ingar á Æðstaráði Reglunnar, R&K Jón Sigurðsson sem gengt hefur embætti DSM frá 1. maí 2010, hefur óskað eftir lausn frá embætti. Í hans stað mun R&K Kristján S. Jóhannsson taka við embætti IVR og mun hann jafnframt sinna embætti YAR. Þá mun R&K Kristján S. Sigmundsson taka við embætti DSM og mun hann jafnframt sinna embætti FHR.

Við borðhaldið flutti Walter Schwartz, Stórmeistari Dönsku Frímúr­ar­a­regl­unnar ávarp fyrir hönd erlendra gesta og fórst það afar vel úr hendi.

Var það mat bræðra að fundurinn og borðhaldið hafi verið sérlega vel af hendi leyst af öllum sem að þessari innsetn­ing­ar­hátíð komu og þeim til mikils sóma. Matreiðsla og veitingar allar voru undir stjórn Reynis Magnús­sonar matreiðslu­manns, eins og mörg undan­farin ár, var óðafinn­anleg. Ekki verður slíkur fundur haldinn án liðveislu þraut­þjálfaðs liðs siðameistara undir styrkri stjórn St.Sm. Snorra Magnús­sonar, sem sjá um að allt sé til staðar bæði á fundum og við borðhald.

Mikið álag er einnig á tækni­mönnum innan R. á fundi eins og þessum, en sjónvarpað er úr hátíð­arsal til bræðra sem ekki komast fyrir í honum, til brr. sem verða að sitja í Jóhann­es­ar­salnum. Svo fullkominn er búnað­urinn og öll vinna við þessar upptökur og sýningu, að segja má að bræður í Jóhann­es­ar­salnum sjái það sem fram fer á fundinum mun betur en margir þeirra bræðra sem sitja í sjálfum hátíð­ar­salnum. Um stjórn þessara tæknimála sér Magnús Viðar Sigurðsson.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?