Nú er forskráning hafin á fyrsta fund Eddubræðra á starfsárinu sem jafnframt er innsetning nýs stólmeistara Br. Eiríks Hreins Helgasonar, sem kosinn var 10. mars síðastliðinn.
Lokað hefur verið fyrir skraninguna.
Á boðstólnum verður nautakjöt með piparsósu og meðlæti að hætti meistarakokksins í ný-uppgerða frímúraraeldhúsinu okkar en auðvitað einnig grænmetisréttur fyrir þá sem það kjósa.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 er fjöldi fundargesta takmarkaður við 150 bræður svo hægt sé að halda 1 metra fjarlægðarmörkum.
Við biðjum bræður að gæta að sér en einnig sýna tillitsemi hvað viðkemur sóttvörnum. Sprittbrúsar verða víðsvegar um húsið og einnig er boðið uppá andlitsgrímur fyrir þá sem það kjósa. Notkun þeirra er þó algjörlega valkvæð.