Þriðji III° fundur starfsársins var haldinn mánudaginn 3 febrúar og að venju var fundurinn í Hafnarfirði.
Á fundinum fór fram frömun tveggja Akursbræðra til meistarastigsins. Góð mæting var á fundinn rétt tæplega 30 br og nokkrir br gestir þar á meðal.
Fundurinn gekk ljómandi vel og ekki minnkaði gleðin þegar í ljós kom hvað væri í matinn, ljúffeng steik og eftirréttur á eftir, þessu öllu síðan skolað niður með kaffi / te og konfekti áður en bræðurnir héldu heimleiðis.