Heilbrigð­is­ráðu­neytið gefur út nýja reglugerð sem tók gildi 10. maí 2021 Sjá nánar.

Hugvekja á netsamkomu Mælifells

21. apríl klæddu Mælifells­bræður sig upp eftir fréttir og héldu til netmiðla­heima í samkomu­banni.

Netsamkoma Mælifells

Erindi okkar á netmiðla að þessu sinni var önnur netsamkoma St.Jóh.Mælifells frá því að fundir voru felldir niður vegna þeirra fordæma­lausu tíma sem nú ríkja um heim okkar.

Á starfs­skránni átti að vera lokafundur í stúkunni og því fannst bræðrum kærkomið að koma aftur saman og skrafa um sveitir og samfélög.
Gunnar M. Sandholt flutti hugvekju um hið góða og hið illa í tilverunni, hvort og hvernig má sameina heilbrigða, kristna trú og vísinda­legan skilning.
Um 1/4 af skráðum bræðrum í Mælifelli voru mættir og stýrði Varameistari fundi ásamt því sem Stólmeistari ávarpaði samkomuna.

Það var samdóma álit bræðra að eftir tíma frá starfinu og að geta ekki hitt bræðurna í stúlkunni sé þetta kærkomið skref í að efla andann og kærleika milli bræðra. Gott sé að hafa þann góða og stífa ramma sem er á samkomunni og leiðbein­ingar um framkvæmd og þátttöku.

Frumkvæðið sé skref Reglunnar og Stúkunnar að koma til móts við bræður á þessum tímum. Það ber að þakka og halda áfram að skapa svo dýrmætan vettvang.

Að lokinni hugvekju var síðan opnað á fyrir­spurnir bræðra og sköpuðust þá líflegar umræður um stöðuna í dag og hvernig næstu skref geta hugsanlega orðið hjá okkur í starfinu. Bræður þökkuðu einnig Gunnari M. Sandholt fyrir hans góðu hugvekju.

Á myndinni má sjá bræður Hjört, Einar Otta, Gunnar Björn og Steindór.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?