Hópreið reiðmanna vindanna

Reiðklúbbur Frímúrara á Íslandi

Heilir og sælir bræður reiðmenn vindanna.

Við frímúrarar og konur okkar ætlum að heimsækja bróðir okkar Einar Guðbjörnsson að Blöndu­holti í Kjós.

Við ætlum að vera komin í hnakkana kl. 11:00 þann 18. maí hjá Blöndu­holti og ríða þaðan annað hvort Laxár­bakkana eða sérvalinn hring Einars, fer eftir veðrinu. Við reiknum með að reiðin taki um 2 tíma. Stoppað verður á nokkrum stöðum til að svala þorsta. Þegar heim er komið ætlum við að grilla hamborgara og slá á létta strengi.

Vinsam­legast látið John Snorra vita í tölvu­pósti um þátttöku og hve margir munu koma.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flesta.

Aðrar fréttir

Innskráning

Hver er mín R.kt.?