Hin fegurstu blóm

Fjöln­is­bræður heiðra systurnar

Á laugar­daginn 7. des. sl.  áttu um 50 Fjöln­isbrr. einstaklega ánægjulega samveru­stund með systrunum. 

Systurnar skörtuðu sínu fegursta, sem gerði kvöldið ógleym­anlegt fyrir alla viðstadda. 

Þegar í salinn var komið, flutti br. Magnús Björn Björnsson hlýja jólahug­vekju og Gríma Elfa Ársæls­dóttir las jólaguð­spjallið úr Lúkas­ara­guð­spjalli. Hlýtt var á undur­fögur lög í flutningi brr. Ólafs W. Finnsonar, Sigurðar Hafsteins­sonar og Hallvarðs Sævars Óskars­sonar, eins og Ave Maria eftir Charles Gounod og Johannes Sebastian Bach.

Að fundi loknum var sest til borðs yfir hátíð­ar­hlaðborð, sem var faglega matreitt úr eldhúsinu og innihélt purusteik og kalkún með öllu tilheyrandi. Á eftir var borinn fram ís með súkkulað­isósu og skornum ávöxtum í eftirrétt. Kvöldinu lauk með skemmti­legum lögum og sameig­in­legum jólasöng. 

Eftir þessa ljúfu samveru­stund hurfu brr. og systurnar á braut út í fallegt vetrar­kvöld með gleði í hjarta.

Hlýju og fegurð samveru­stund­ar­innar má skynja í tónverkinu um Sálminn eftir frímúr­arann og tónskáldið Rick Wakeman, hér flutt með Valentina Blanca.

Síðasti fundur í stúkunni okkar á árinu verður 17. desember á I gr. Bræður eru hvattir að missa ekki af þeim kærleik og vinsemd sem einkennir jólafundinn.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?