Öllum fundum á vegum Reglunnar hefur verið frestað til og með 27. apríl 2020. Sjá nánar.

Helgi Björns mætir í kvöldvöku heima hjá þér

Í kvöld ætlar Helgi Björns og hljóm­sveitin Reiðmenn vindanna ásamt Sölku Sól að efna til kvöldvöku á heimilum lands­manna með aðstoð Sjónvarps Símans. Þar ætlar Helgi að syngja nokkur af þekktustu lögunum sínum í bland perlur úr dægur­laga­sögunni okkar. Kvöld­vakan hefst klukkan 20:00 og verður í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans, á Mbl.is og á K100. Útsend­ingin stendur í klukkutíma og sérstakur gestur Helga verður söngkonan Salka Sól.

“Við verðum aðeins að lyfta okkur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegnum. Við erum þó á allan hátt að fara eftir fyrir­mælum og öll viljum við standa okkar plikt í almanna­vörnunum en við viljum líka aðeins fá að líta uppúr þessu og skemmta okkur aðeins og hrista okkur” segir Helgi aðspurður úti útsend­inguna.

Eldra efni

Innskráning

Hver er mín R.kt.?